Undrast skattalækkanir í Færeyjum

Skattalækkanir eru fyrirhugaðar í Færeyjum, þrátt fyrir að hætta sé á annarri efnahagskreppu. Efnahagsráð Færeyja hefur bent á að ójafnvægis sé tekið að gæta í efnahagslífinu.

Frá þessu greinir borsen.dk og hefur eftir danska blaðinu Politiken.

Vöruskiptajöfnuður Færeyinga hefur orðið sífellt óhagstæðari síðan 2003, og á síðasta ári varð hann neikvæður sem nam einn milljarð danskra króna, sem er það mesta síðan á níunda áratugnum.

„Eitt ár með eins milljarðs halla er út af fyrir sig ekki alvarlegt mál fyrir Færeyjar. En við teljum að það sé ástæða til að stíga á bremsurnar í efnahagspólitíkinni,“ er haft eftir Jörn Astrup Hansen, formaður Efnahagsráðsins, og hann furðar sig á því að stjórnmálamenn hafi ákveðið að lækka skatta á sama tíma og ofhitnunar gæti í efnahagslífinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK