Franskar konur frjósamar

Reuters

Ekki hafa fæðst jafn mörg börn í Frakklandi og árinu 2006 í 25 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Frakklands er fæðingartíðni að öllum líkindum hvergi jafn há annars staðar í Evrópu. Eignast franskar konur að meðaltali tvö börn og fara þær fram úr írskum konum, sem áður eignuðust flest börn evrópskra kvenna, en þær eignast að meðaltali 1,98 börn, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar.. Að meðaltali eignast konur 1,5 barn í Evrópu. Á árinu 1993 eignuðust franskar konur að meðaltali 1,66 börn.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Frakklands jukust barnsfæðingar mjög í Frakklandi á síðasta ári og hafa ekki fæðst jafn mörg börn í landinu frá árinu 1981.

Alls fæddust 830.900 börn í Frakklandi á síðasta ári sem er 2,9% aukning frá árinu 2005.

Alls eru Frakkar 63,4 milljónir talsins og fjölgaði um 400 þúsund á síðasta ári. Fjölgun Frakka skýrist að þremur fjórðu af barnsfæðingum en fjórðungur eru innflytjendur.

Líkt og víða annars staðar í heiminum eru franskar konur að eignast börn seinna á lífsleiðinni heldur en áður var. Helmingur barna sem fæddust í Frakklandi á síðasta ári áttu mæður sem eru komnar yfir þrítugt.

Þrátt fyrir barnsfæðingum fjölgi í Frakklandi þá er atvinnulífið farið að byggja meira og meira á vinnuframlagi kvenna og er 47,5% þeirra sem eru á vinnumarkaði konur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert