Vilja stofna Loftslagsráð Reykjavíkur

Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi VG, lagði fram tillögu á fundi borgarráðs í dag um að með því að stofna þverpólitískan starfshóp, Loftslagsráð Reykjavíkurborgar, til að meta og endurskoða allar áætlanir borgarinnar í skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum.

Í tillögunni kemur fram, að borgarstjórn Reykjavíkur eigi að bregðist nú þegar við upplýsingum sem fram komi í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna með þessum hætti. Gert er ráð fyrir að stjórnmálamenn og embættismenn í Reykjavík sitji í loftslagsráðinu og það verði stofnað með það fyrir augum að unnt verði að hefjast nú þegar handa við að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík og bæta þannig umhverfi og vellíðan borgarbúa.

Afgreiðslu tillögunnar var frestað milli funda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert