Tónleikar haldnir um allan heim til að vekja athygli á loftslagsbreytingum

Al Gore.
Al Gore. Reuters

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tónleikar yrðu haldnir í öllum heimsálfum í sumar til að vekja athygli á loftslagsbreytingum á jörðinni. Meðal tónlistarmanna sem þar munu troða upp eru Red Hot Chili Peppers, Snoop Dogg, Lenny Kravitz, John Mayer, Korn, Black Eyed Peas og fleiri. Tónleikarnir verða haldnir 7. júlí næstkomandi undir yfirskriftinni Live Earth.

Tónleikarnir munu standa yfir í heilan sólarhring. Tilgangurinn er að vekja heimsbyggðina til meðvitundar um þann vanda sem steðjar að, að loftslagshlýnun ógni lífríki jarðar. Gore hefur verið einn helsti talsmaður þessa á alþjóðavettvangi og haldið fyrirlestra um loftslagshlýnun víða um lönd.

Fleiri en 100 hljómsveitir og tónlistarmenn munu koma fram á tónleikunum. Tónleikarnir verða að öllum líkindum haldnir í Shanghai, Jóhannesarborg, Sydney, Lundúnum og borgum í Japan, Brasilíu og Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant