Beyoncé Knowles gæti hafa smitast af lifrarbólgu A

Beyoncé Knowles.
Beyoncé Knowles. AP

Söng- og leikkonan Beyoncé Knowles gæti hafa smitast af lifrarbólgu A í teiti íþróttatímaritsins Sports Illustrated þann 14. febrúar síðastliðinn. Heilbrigðisstofnun Los Angeles-sýslu hafði samband við veislugesti í gær og lét þá vita að einn starfsmanna veisluþjónustunnar Wolfgang Puck Catering, sem sá um veisluföng, hafi greinst með sjúkdóminn.

Samkvæmt vefsíðu landlæknisembættisins er lifrarbólga A „sjúkdómur sem orsakast af veiru og getur skemmt eða truflað starfsemi lifrarinnar þannig að efni úr blóði skiljist síður út með galli, en þessi efni geta síðan valdið gulu.“

Veislugestum hefur verið ráðlagt að fara í bólusetningu, þ.e. þeim sem borðuðu hráan mat. Þetta á þó ekki aðeins við um gesti í fyrrnefndri veislu heldur alla þá sem sóttu 13 veislur og viðburði sem veisluþjónustan sinnti frá 1.-20. febrúar.

Carl Schuster, forstjóri Wolfgang Puck Catering, segir smithættu litla. Talsmaður Beyoncé segir málið „til athugunar.“ Flestir ná sér af lifrarbólgu A á innan við tveimur mánuðum. Aðalsmitleiðin er með saur-munn smiti, ýmist beint eða óbeint, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. BangShowbiz fréttaveitan sagði frá þessu.

Frekari upplýsingar um lifrarbólgu A

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson