Slökkviliðsstjóri boðar til fréttamannafundar; byrjað að rífa Austurstræti 22

mbl.is/júlíus

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur boðað til fréttamannafundar kl. 18 vegna brunans í Austurstræti og Lækjargötu. Þar mun Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri fara yfir atburðarásina og svara spurningum fjölmiðla.

Slökkvistörf eru enn í fullum gangi og er byrjað að rífa Austurstræti 22 þar sem skemmtistaðurinn Pravda er til húsa. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu, um 70-80 manns, vinna nú við slökkvistörf og gera má fastlega ráð fyrir því að þeim muni ekki ljúka fyrr en seint í kvöld. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins til aðstoðar eru sex slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja.

Vitað er um gaskútageymslu á þaki eins hússins sem kviknaði í en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, var allt reynt til að kæla kútana og hefur það gengið vel.

Ekki er vitað um upptök eldsins en slökkvistarf gengur ágætlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert