Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik

Olof Mellberg, varnarmaður sænska landsliðsins, sést hér skora þriðja mark …
Olof Mellberg, varnarmaður sænska landsliðsins, sést hér skora þriðja mark Svía án þess að Ólafur Örn Bjarnason komi vörnum við. Reuters

Íslendingar sáu aldrei til sólar gegn Svíum í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu í kvöld. Svíar sigruðu 5:0 og var leikur íslenska liðsins langt frá því að vera góður. Undir lok fyrri hálfleik átti íslenska liðið tvö ágæt færi í stöðunni 1:0 en Svíar bættu við tveimur mörkum undir lok fyrri hálfleiks.

Fylgst var með leiknum í textalýsingu á mbl.is.

Á fréttavef Aftonbladet er sagt frá því að íslenska liðið eigi að fara heim til Íslands og skammast sín. Íslendingar geta hreykt sér af Björk Guðmundsdóttur, Eyjafjallajökli og Pétri Marteinssyni en að þeirra mati er íslenska knattspyrna ekki útflutningsvara.

90 +2 Alain Hamer dómari leiksins frá Lúxemborg flautar leikinn af.

90. mín. Kristján Örn Sigurðsson kemur inn á í stað Grétars Rafns Steinssonar.

75. mín. Það eru 33.358 áhofendur á Råsunda leikvellinum í kvöld og allir vilja þeir fá Zlatan Ibrahimovic koma inn á völlinn. Hann skiptir við Allbäck sem skorað hefur tvö mörk í leiknum.

65. mín. Matthías Guðmundsson kemur inn á völlinn í stað Birkis Más Sævarssonar.

62. mín. Daniel Andersson kemur inn á og Linderoth fer útaf.

57. mín. Mikael Nilsson fer útaf í sænska liðinu og Max von Schlebrügge kemur inn á.

55. mín. Tobiash Linderoth fær gult spjald.

54. mín. Arnar Þór Viðarsson fær gult spjald.

52. mín. Hjálmar Jónsson kemur inn á í stað Emils Hallfreðssonar.

52. mín. 5:0. Ívar Ingimarsson fær boltann í höndina í vítateignum en dómari leiksins dæmir ekki vítaspyrnu. Ívar heldur að búið sé að dæma víti og öll vörnina stendur og horfir á sænska framherjaparið renna boltanum sín á milli og Marcus Allbäck skoraði án þess að fá mótspyrnu frá varnarmönnum Íslands. Ótrúlegt mark og íslenska vörnin var ekki með á nótunum.

49. mín. 4:0. Markus Rosenberg sleppur í gegnum vörn Íslands og hleypur af sér alla varnarmenn Íslands. Hann skaut úr miðjum vítateig og boltinn fór í stöngina og inn í markið.

47. mín. Árni Gautur ver enn og aftur og nú frá Anders Svensson.

46. mín. Markus Rosenberg á skot að marki Íslands en Árni Gautur varði vel.

46. mín. Síðari hálfleik er hafin og engar breytingar voru gerðar hjá báðum liðum.

45. mín. Fyrri hálfleik er lokið.

43. mín. 3:0. Varnarmaðurinn Olof Mellberg er óvaldaður á vítateig Íslendinga eftir hornspyrnu. Mellberg fékk boltann og stýrði honum í netið framhjá Árna Gauti Arasyni markverði Íslands. Svíar hafa fengið þrjú færi í leiknum og nýtt þau öll.

40. mín. 2:0. Anders Svensson skorar með skoti úr miðjum vítateig. Svíar fengu hornspyrnu, boltinn fór yfir Hannes Sigurðsson og þaðan hrökk hann af Ívari Ingimarssyni. Svensson var vel staðsettur og þrumaði boltanum neðst í markhornið.

39. mín. Brynjar Björn Gunnarsson á fínan skalla að marki Svía og Andreas Isaksson varði glæsilega. Boltinn var á leið í markið en Isaksson náði með ótrúlegum hætti að koma höndinni í boltann.

38. mín. Emil Hallfreðsson komst í fínt færi eftir frábæra rispu en varnarmaður Svía komst í veg fyrir skotið.

26. mín. Brynjar Björn Gunnarsson lætur vita af sér í vítateig Svía og lendir hann í samstuði við Andreas Isaksson markvörð Svía. Leikmenn sænska landsliðsins voru ekki ánægðir með Brynjar í þessu atviki en dómari leiksins lét leikinn halda áfram. Það er ágæt barátta í íslenska liðinu en Svíar hafa ekki náð að skapa sér færi eftir að þeir skoruðu markið.

13. mín. Hannes Þ. Sigurðsson nær skot að marki Svía en Andreas Isaksson á ekki í vandræðum með að verja skotið. Þetta er fyrsta skot íslenska liðsins að marki.

10. mín. 1:0. Marcus Allbäck skorar með skoti af stuttu færi eftir að Árni Gautur Arason hafði varið skot með glæsilegum hætti. Thobias Linderoth skaut að marki Íslands, Árni varði skotið, boltinn barst til Christan Wilhelmsson sem gaf fyrir markið. Brynjar Björn Gunnarsson reyndi að hreinsa frá markinu en boltinn hafnaði hjá Allbäck sem skaut boltanum í markið. Svíar eru mun sterkari á upphafsmínútum leiksins en íslenska liðið hefur fengið eina horspyrnu.

5. mín. Gunnar Þór Gunnarsson fær gult spjald fyrir brot.

Lið Íslands: Árni Gautur Arason - Grétar Rafn Steinsson, Ólafur Örn Bjarnason, Ívar Ingimarsson, Gunnar Þór Gunnarsson - Birkir Már Sævarsson, Brynjar Björn Gunnarsson (fyrirliði), Theódór Elmar Bjarnason, Arnar Þór Viðarsson, Emil Hallfreðsson - Hannes Þ. Sigurðsson.

Lið Svíþjóðar: Andreas Isaksson - Niclas Alexandersson, Olof Mellberg, Petter Hansson, Mikael Nilsson - Christian Wilhelmsson, Tobias Linderoth, Anders Svensson, Fredrik Ljungberg - Markus Rosenberg, Marcus Allbäck.

Úr leik Íslands og Liechtenstein.
Úr leik Íslands og Liechtenstein. Brynjar Gauti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert