Þrír félagar telja sig hafa leyst gróðurhúsavandann

Þrír menn segjast hafa fundið leið til að binda koltvísýring …
Þrír menn segjast hafa fundið leið til að binda koltvísýring á einfaldan og öruggan hátt. Reuters

Mörg stærstu fyrirtæki og stofnanir heims hafa eytt milljörðum í að finna leiðir til að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda, þrír veiðifélagar frá norðurhluta Wales telja sig hins vegar hafa fundið lausnina, kassa sem þeir kalla „græna kassann”, sem tekur við útblæstri og gefur frá sér vatn. Fréttastofa Reuters segir frá þessu.

Græni kassinn er hannaður af lífefnafræðingnum Derek Palmer og verkfræðingunum Ian Houston og John Jones. Þeir fundu leið til að binda útblástur er þeir voru að gera tilraunir með koltvísýring til að auka vöxt þörunga fyrir fiskeldi.

Kassinn er sagður geta tekið við útblæstri, bundið nær alla mengunina og skilað frá sér vatni. Tækið sem þeir hafa smíðað er á stærð við barstól, en þeir segjast þess fullvissir að hægt sé að minnka það svo það komi í stað hljóðkúts. .

Hver kútur tekur svo að sögn mannanna við útbæstri frá fullum bensíntanki og þyrfti því að skipta um í hvert skipti sem bíllinn er fylltur.

Tæknina segja þeir hægt að nota við hvert það tæki sem skilar frá sér útblæstri, nema hugsanlega í flugvélar. Koltvísýringurinn yrði svo notaður til að fæða þörunga, en úr þeim aftur unnið lífrænt eldsneyti.

Þremenningarnir hafa fengið breska þingmanninn David Hansen sér til aðstoðar við að koma uppfinningunni á framfæri, en þeir hafa einnig þegar hafið viðræður við bílaframleiðendur á borð við Toyota og General Motors, þá munu þeim hafa boðist kauptilboð í uppfinninguna frá ónefndum asískum fyrirtækjum.

Félagarnir þrír halda því vel leyndu hvað er í græna kassanum, og munu ekki einu sinni hafa sagt eiginkonum sínum frá því. Eftir hverja sýningu hafa þeir tekið tækið góða í sundur og geyma það í hlutum á þremur mismunandi stöðum í Wales.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert