Lúðvík er Hermannsson samkvæmt niðurstöðum DNA-rannsóknar

Lúðvík Gizurarson.
Lúðvík Gizurarson.

DNA-rannsókn hefur staðfest að 99,9% líkur eru á að Lúðvík Gizurarson, lögmaður, sé sonur Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra. Faðernismáli Lúðvíks, sem gerir þá kröfu að Hermann verði dæmdur faðir sinn, var frestað í dag til að lögmenn gætu gert aðilum grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar, en verður fram haldið á mánudaginn.

DNA-rannsókn hefur þegar leitt í ljós að Gizur Bersteinsson var ekki faðir Lúðvíks, og hafði Lúðvík lengi reynt að fá viðurkenningu á þeirri rangfeðrun og að hann sé barn Hermanns.

Afkomendur Hermanns voru ósáttir við að DNA-rannsókn yrði gerð, en Hæstiréttur dæmdi að hún skyldi fara fram og að borin yrðu saman líffsýni úr Lúðvík við lífssýni úr Dagmar Lúðvíksdóttur, móður Lúðvíks, og Hermanni.

Hermann Jónasson.
Hermann Jónasson.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert