Fimmmenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Fimmmenningarnir sem handteknir voru í dag vegna fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði …
Fimmmenningarnir sem handteknir voru í dag vegna fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald mbl.is/Kristinn

Fimmmenningarnir sem handteknir voru í dag vegna fíkniefnamálsins á Fáskrúðsfirði, líklega því stærsta sem upp hefur komið hér á landi, hafa samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, flestir til 18. október næstkomandi. Mennirnir, sem eru allir á þrítugs- og fertugsaldri. voru færðir fyrir dómara í kvöld sem tók fyrir beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir þeim.

Mennirnir eru taldir tengjast einu umfangsmesta fíkniefnasmygli sem upp hefur komist hér á landi, en hald var lagt á 50 - 60 kíló af amfetamíni sem smyglað hafði verið til landsins með skútu til Fáskrúðsfjarðar frá Danmörku um Færeyjar.

Auk þeirra sem handteknir voru hér á landi var einn handtekinn í Noregi, þaðan sem skútan er, og tveir í Danmörku. Á vef danska blaðsins Berlingske Tidende segir að við leit hafi fíkniefni fundist hjá Íslendingunum tveimur sem handteknir voru í Kaupmannahöfn, en það mun hafa verið lítilræði.

mbl.is/Kristinn
mbl.is/Kristinn
mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert