Vilja upplýsa hver átti glósur sem fundust á prófstað

Glósur, sem höfðu að geyma upplýsingar um námsefni úr réttarfari á þriðja ári í lagadeild Háskóla Íslands, fundust á salerni, þar sem próf í náminu fór fram í morgun. Lagadeild hyggst í samráði við kennara í réttarfari og prófstjóra senda bréf til þeirra nemenda, sem eru skráðir í prófið, þar sem skorað er á þann sem á glósurnar, eða kom þeim fyrir, að gefa sig fram. Að öðrum kosti liggi allir nemendur, sem eru skráðir í prófið, undir grun.

Glósurnar fundust á kvennasalerni við upphaf prófsins, sem fram fór í Odda frá 9-12 í morgun. Kolbrún Linda Ísleifsdóttir, kennslustjóri lagadadeildar HÍ, sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að 45 nemendur hafi verið skráðir í prófið og 40 hafi mætt. Hreinn Pálsson, prófstjóri á kennslusviði HÍ, sagði greinilegt að gæsla, sem væri í kringum próf í skólanum, væri virk, enda ekki nema eðlilegt að prófgæsla skoðaði til dæmis salerni við upphaf þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert