Skotárás á hollenskan stjórnmálamann

Hollenski stjórnmálamaðurinn Pim Fortuyn var skotinn utan við útvarpsstöð í …
Hollenski stjórnmálamaðurinn Pim Fortuyn var skotinn utan við útvarpsstöð í Hilversum í Hollandi í dag. AP

Hollenski stjórnmálamaðurinn Pim Fortuyn var skotinn utan við útvarpstöð í hollensku borginni Hilversum í dag eftir að Fortuyn tók þátt í vinsælum útvarpsþætti. Að sögn sjónarvotta lá Fortuyn í blóði sínu á bílastæði eftir skotárásina en hann var enn á lífi þegar hann var fluttur á sjúkrahús.

Fortuyn er á jaðri stjórnmálanna til hægri og hefur haft uppi áróður gegn innflytjendum. Flokkur hans fékk talsvert fylgi í nýafstöðum sveitarstjórnakosningum og samkvæmt skoðanakönnunum stefnir í að hann fái 20 af 150 þingsætum á hollenska þinginu í þingkosningum eftir rúma viku.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert