Talsímasamband við útlönd takmarkað

Alvarleg bilun varð í CANTAT3 sæstrengnum klukkan 6:12 í morgun þeim afleiðingum að nánast allt samband við útlönd datt niður. Verið er að kanna hvort um bilun í streng sé að ræða eða hvort strengurinn sé slitinn. Síminn er með takmarkaða talsímaumferð í gegnum gervihnött, en afköstin eru miklu mun minni en ella og segir fyrirtækið að símasamband við útlönd muni því ganga erfiðlega áfram eftir morgni.

Í undirbúningi er nú að flytja öll sæstrengssambönd yfir á gervihnött. Netsímaumferð við útlönd liggur nú alveg niðri. Öll sambönd sem eru á strengnum liggja niðri, bæði hérlendis og erlendis og hefur þannig m.a. áhrif á samband Íslendinga, Breta, Þjóðverja og Færeyinga við umheiminn. Bilunin hefur engin áhrif á símasamband innanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert