Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri Akureyrar fyrst kvenna

Sigrún Björk og Kristján Þór Júlíusson á bæjarstjórnarfundi í dag
Sigrún Björk og Kristján Þór Júlíusson á bæjarstjórnarfundi í dag mbl.is/Skapti

Sigrún Björk Jakobsdóttir er orðin bæjarstjóri á Akureyri, fyrst kvenna. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi sem lauk fyrir stundu. Kristján Þór Júlíusson, sem áður var bæjarstjóri tók við embætti forseta bæjarstjórnar af Sigrúnu.

Sigrún Björk er fædd 1966. Hún tók sæti í bæjarstjórn Akureyrar árið 2002 og var ritari Sjálfstæðisfélags Akureyrar 2003 til 2004.

Kristján Þór sigraði í nóvember sl. í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninganna í vor, og var ákveðið að hann léti af störfum sem bæjarstjóri áður en kosningabaráttan hæfist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert