„Sigur fyrir lýðræðið“

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir íbúakosningarnar í bænum í dag fyrst og fremst vera sigur fyrir lýðræðið. „Það er alveg greinilegt að það er allt í járnum og ég er sannfærður um það að úrslit muni ekki liggja fyrir fyrr en lokatölur verða birtar.“

Í kosningunum voru greidd atkvæði um deiliskipulagstillögu sem gerir ráð fyrir því að álverið í Straumsvík verði stækkað. Kjörsókn var 76,6%.

Lúðvík segir kosningarnar marka ákveðin tímamót. „Þetta er í fyrsta skipti sem að svona íbúakosning skilar sér í annarri eins þátttöku og hér. Það auðvitað sannar það og sýnir að það var rétt að fara fram með málið með þessum hætti.“

Aðspurður vildi hann ekki greina frá því hvort hann hafi greitt atkvæði með eða á móti álverinu. „Ég mun hlíta niðurstöðunni,“ sagði Lúðvík í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert