Mikið slasaður eftir að hafa fallið niður Laxárgljúfur

Björgunarsveitarmenn Landsbjargar og áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar unnu þrekvirki í nótt þegar 24 ára gömlum manni var bjargað upp úr Laxárgljúfri eftir að hann féll þar niður, en hann var á ferð við gljúfrið ásamt tveimur félögum sínum.

Slysið var tilkynnt lögreglunni á Selfossi um kl. 23:30 en þannig hagar til á vettvangi að ekki var unnt að hífa hinn slasaða upp úr gljúfrinu með þyrlunni og sigu björgunarmenn og læknir niður til hans, bjuggu um hann á börum og báru hann síðan að þeim stað þar sem hægt var að hífa börurnar upp í böndum. Þegar upp var komið var hinn slasaði fluttur um borð í þyrluna og með henni á sjúkrahús í Reykjavík.

Ekki er, á þessu stigi, vitað um eðli meiðsla hans en hann er talinn mikið slasaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert