Lítil spilling á Íslandi

Stjórnarráð Íslands
Stjórnarráð Íslands Jim Smart

Ísland er í sjötta sæti á lista yfir lönd þar sem minnst spilling ríkir í stjórnsýslunni. Þetta kemur fram á lista sem óháða eftirlitsstofnunin Transparency International hefur gefið út. Í fyrra var Ísland í efsta sæti listans ásamt Finnlandi og Nýja-Sjálandi. Þau lönd eru enn í efsta sæti listans ásamt Danmörku með einkunnina 9,4. Spilltustu löndin, það er þau lönd sem alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir bera minnst traust til, eru hins vegar Myanmar og Sómalía.

Alls eru 180 ríki á lista Transparency International. Ísland fær einkunnina 9,2 en þau spilltustu, Myanmar og Sómalía fá einkunnina 1,4 af tíu mögulegum. Þriðja spilltasta landið er Írak með einkunnina 1,5.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert