Ósáttir við jólakort femínista

Jólakortið umdeilda
Jólakortið umdeilda

Félag ábyrgra feðra á Akureyri hefur sent Jafnréttisstofu kvörtun vegna jólakorts sem Femínistafélag Íslands hefur gefið út. Jólakortið sýnir mynd af jólasveininum Askasleiki sem heldur á spjaldi sem á stendur „Askasleikir óskar sér þess að karlar hætti að nauðga" . Jólakortið er látið líta svo út að barn hafi teiknað það, að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Félagið telur að jólakortið sé einstaklega ósmekklegt og það megi lesa út úr kortinu að allir karlar séu nauðgarar og aldrei megi tengja hátíð barnanna við nauðganir. Félagið íhugar einnig að leggja fram kæru vegna útgáfu kortsins, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert