Álframleiðsla hjá Alcan aukin um 22%

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Ómar

Unnið er að því að auka framleiðslu álvers Alcans á Íslandi í Straumsvík í núverandi kerskálum. Er það gert með því að auka rafstrauminn sem fer um hvert ker og með því mun heildarframleiðslan í Straumsvík aukast um 40 þúsund tonn á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í desemberútgáfu ISAL-tíðinda – fréttabréfs Alcans á Íslandi.

Til þess að af aukinni framleiðslu geti orðið þarf að ráðast í miklar fjárfestingar, að því er segir í pistli Gunnars Guðlaugssonar, framkvæmdastjóra stækkunarsviðs. Meðal annars þarf að bæta við nýrri þurrhreinsistöð og ofni í steypuskála. „Í skautsmiðju og skautskála þarf að ráðast í miklar endurbætur því stækka þarf skautin frá því sem nú er. Með þessum aðgerðum mun framleiðni álversins aukast og mun það því verða samkeppnishæfara en nú er. Samhliða tæknilegum undirbúningi straumhækkunarinnar er unnið að því að tryggja raforku til verkefnisins."

Nýtt álver í undirbúningi
Jafnframt er unnið að undirbúningi nýs álvers, annaðhvort í Þorlákshöfn eða á Keilisnesi, þrátt fyrir óvissu í raforkumálum. „Það gerir okkur betur í stakk búin til að keppa um þá raforku sem mun verða til reiðu í framtíðinni. Þetta hefur í för með sér að við munum hleypa af stokkunum umhverfismati og fullhanna verksmiðju í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila á þeim stað sem fyrir valinu verður," segir Gunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert