Yfirheyrður vegna skapari.com

Karlmaður á fertugsaldri var í desember handtekinn og yfirheyrður vegna vefsíðunnar skapari.com, sem hann er grunaður um að hafa rekið. Opinber rannsókn var hafin á vefsíðunni seint á síðasta ári vegna kynþáttahaturs og  ærumeiðinga sem settar voru fram á síðunni í garð nafngreindra aðila, þar á meðal forseta Íslands og eiginkonu hans.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur maðurinn einn undir grun. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum en tölva hans var gerð upptæk og er nú beðið eftir niðurstöðum úr rannsókn á henni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert