Gaf borginni vararafstöðina í Elliðaárdalnum

Landsvirkjun hefur afhent Reykjavíkurborg vararafstöðina í Elliðaárdal ásamt landi til eignar.

Varastöðin var hluti af stofnframlagi borgarinnar til Landsvirkjunar við stofnun fyrirtækisins 1965. Um árabil skilaði aflstöðin raforkuframleiðslu á álagstímum sem tryggði rafmagn á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur ekki verið notuð til raforkuframleiðslu síðan á 9. áratug síðustu aldar.

Í samkomulagi Landsvirkjunar og Reykjavíkurborgar felst að borgin rífi bygginguna og að landið sem fylgir stöðinni, þrjár spildur í Elliðaárdal, samtals rúmir 15.000 fermetrar, verði hluti af útivistarsvæðinu í dalnum.

Það var Friðrik Sophusson forstjóri sem afhenti Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra lyklana að stöðinni er þeir undirrituðu samkomulagið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert