Manni bjargað úr sjálfheldu

Manni var í dag bjargað úr sjálfheldu á klettasyllu í Stórahelli í Stóragili við Laugarvatn. Um 13 metra þverhnýpi er frá syllunni niður á hellagólfið og klakabundið.

Til þessa hefur verið þarna keðja sem hægt var að klifra upp með en þegar maðurinn, sem var í hópi með fjórum öðrum, var nánast kominn uppá brún á syllunni, gaf sig festingin fyrir keðjuna og hann náði með snarræði að bjarga sér á sylluna. Kallað var á björgunarsveitina Ingunni sem kom með sérhæfðan klifurbúnað á staðinn og náði að bjarga manninum niður, heilum á húfi.

Fólkið var vel útbúið og vant fjallaklifri. Aðgerð lauk um kl. 18.00.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert