Falasteen Abu Libdeh tekur sæti í borgarstjórn

Í umræðum um mannréttindamál í borgarstjórn Reykjavíkur tók sæti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Falasteen Abu Libdeh en hún er fyrsti innflytjandinn sem tekur sæti í borgarstjórn.

„Það var mjög gaman að fá tækifæri til að koma mínum sjónarmiðum á framfæri varðandi málefni innflytjenda og mannréttindi þeirra.“

Aðspurð segist Falasteen vonast til að fá tækifæri til að setjast aftur í borgarstjórn síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert