Mótmæli við kínverska sendiráðið í Reykjavík

Efnt var til mótmælaaðgerða við kínverska sendiráðið í Reykjavík í dag, og í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum sagði að andmælt væri til að að þrýsta á 
kínversk yfirvöld að
virða mannréttindi Tíbeta og hleypa alþjóðlegum mannréttindasamtökum 
inn í landið og sýna Tíbetum stuðning í þeirra baráttu fyrir frelsi í 
sínu eigin landi.

Í fréttatilkynningunni sagði ennfremur:

„Tíbet hefur verið lokað af, fjölmiðlafólki og ferðamönnum hefur verið vísað frá landinu. Símasamband og netsamband verið rofið.

Herlögum hefur verið komið á og fólk handtekið fyrir þá einu sök að eiga mynd af trúarleiðtoga sínum, Dalai Lama í fórum sínum.

Undanfarið hafa mikil mótmæli brotist út í Tíbet, þau mestu í sögu landsins. Í það minnsta 1000 manneskjur hafa verið handteknar í Lhasa.

Þeir sem þekkja til mannréttindabrota kínverskra yfirvalda vita að þetta fólk mun sæta miklu ofbeldi í fangelsunum.

Dæmi eru um það að munkar hafa fremur skorið sig á púls en að þurfa að sitja undir þeim pyntingum sem bíða þeirra í kínverskum fangelsum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert