Björn Ingi Hrafnsson að taka við ritstjórn 24 stunda

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarflokksins Brynjar Gauti

„Þetta er gríðarlega spennandi og jafnframt ögrandi verkefni,“ segir Björn Ingi Hrafnsson sem tekur við ritstjórn 24 stunda af Ólafi Þ. Stephensen fljótlega.

Samkvæmt heimildum 24 stunda má vænta tíðinda af Ólafi á borgarstjórnarfundi í ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 14 í dag.

„Ég veit ekki hvað tekur við hjá Ólafi, en mér líst mjög vel á það bú sem ég tek við af honum. Það verður gott að snúa aftur í fjölmiðla úr argaþrasi stjórnmálanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert