Utanríkismálanefnd Alþingis sniðgengin

Það er ámælisvert að ríkisstjórnin skuli hundsa lögbundna samráðsskyldu sína við Alþingi, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Hann var ósáttur við að ekki hefði verið orðið við beiðni hans um að utanríkisráðherra og forsætisráðherra kæmu fyrir nefndina áður en þeir héldu til Búkarest til að sitja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. „Þar með gerist það enn að utanríkismálanefnd er sniðgengin í aðstæðum sem þessum. Þó eru á dagskrá NATO-fundarins í Búkarest óvenjumörg og óvenjustór og óvenjuumdeild álitamál, eins og möguleg aðild Úkraínu og Georgíu að NATO, eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna í Miðaustur-Evrópu, staðan í Afganistan og fleira,“ sagði Steingrímur.

Verði gert að reglu

Nefndarmennirnir Árni Páll Árnason, Samfylkingu, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki, tóku undir þessa gagnrýni en Árni Páll áréttaði skýra stefnu utanríkisráðherra um aukið samráð við nefndina. „Hér virðist hafa orðið handvömm í undirbúningi þessa máls og er rétt að harma það,“ sagði Árni Páll og Ragnheiður Elín var á þeirri skoðun að það ætti að vera regla að utanríkisráðherra kæmi á fund utanríkismálanefndar fyrir stóra fundi sem þennan.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert