Ráðist á lögregluþjón

mbl.is/júlíus

Lögreglumaður var kýldur í andlitið þegar atvinnubílstjórar voru að sækja bíla sína sem hirtir voru af lögreglu á Suðurlandsvegi í gær. Atvikið átti sér stað á geymslusvæði lögreglunnar við Kirkjusand.

Árásarmaðurinn var handsamaður á staðnum og er lögregla að flytja hann í járnum til yfirheyrslu á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Lögregluþjónninn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hans eru. 

Eftir árásina á lögregluþjóninn hætti lögregla við að afhenda atvinnubílstjórunum bílana og er fjöldi lögregluþjóna á svæðinu. Verða bifreiðarnar afhentar síðar í dag.

Að sögn Einars Árnasonar, eins úr hópi bílstjóranna sem ætluðu að sækja bíla sína, fordæma atvinnubílstjórar árásina. Bílstjórarnir hafi yfirgefið svæðið eftir árásina og eru mjög miður sín yfir að þetta hafi gerst þegar þeir voru á staðnum og segir Einar árásina á engan hátt tengda þeim. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert