Svartir svanir á sveimi

Svartir svanir
Svartir svanir mbl.is/Ómar Bjarki Smárason

Svartir svanir sáust við Hvalsnes á Lóni í gær en svartir svanir eru sjaldgæf sjón á Íslandi enda verða norðlægu svanategundirnar fjórar allar alhvítar á fiður eftir að eins árs aldri er náð.

Í sunnanverðri Suður-Ameríku er svanstegund sem er svört um höfuð og háls en hvít að öðru leyti. Í Ástralíu er svanstegund sem er svört að lit á hausi, háls og bol, en vængirnir eru þó hvítir. Engir svanir eru alsvartir, samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert