Góður gróður í sumar

Gróðurhorfur í sumar eru góðar.
Gróðurhorfur í sumar eru góðar. mbl.is/Arnaldur

Gróðurhorfurnar í sumar eru góðar, að mati Páls Bergþórssonar veðurfræðings.

Hann segir frostið frá október og fram í apríl, sjö köldustu mánuði ársins, ráða miklu um gróðurskilyrði á sumrinu sem á eftir fer, bæði vegna rótarskemmda og kulda í jarðvegi fram eftir vori.

„Nú voru þessir mánuðir jafnhlýir og þeir hafa verið öll síðustu þrjú ár, meðalhitinn 1,5 stig í Stykkishólmi, en á hlýindaskeiðinu mikla 1930-60 var meðalhiti þeirra 1,1 stig. Veturinn sjálfan, desember-mars, var litlu hlýrra en í góðærinu 1930-60, en haustið og apríl bættu það upp. Þó að hitinn ráði miklu um sprettu geta þurrkar dregið úr henni eins og sums staðar gerðist í fyrra.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert