Bilun í hugbúnaði kveikti á bænakalli

Svaladyrnar þaðan sem hljóðið barst.
Svaladyrnar þaðan sem hljóðið barst. mbl.is/Eggert

Þórarinn Ingi Jónsson, listnemi, segir að bilun í hugbúnaði hljóti að hafa valdið því að upptaka af bænakalli múslima fór að hljóma klukkan fimm í nótt. Segir hann að  upptakan eigi ekki að hljóma á nóttunni, heldur eingöngu á milli kl. 8 og 22. Hugðist Þórarinn laga hugbúnaðinn í dag.

Lögreglumenn voru sendir upp í Listaháskóla Íslands við Skipholt eldsnemma í morgun til að skrúfa niður í hljóðskúlptúr Þórarins Jónssonar myndlistarnema vegna kvartana frá fólki. Hljóðskúlptúrinn er upptaka af bænakalli úr íslam sem byrjaði að óma af svölum skólans síðdegis í gær. Lögreglan fór síðan að fá kvartanir aðfaranótt laugardags frá fólki sem þoldi ekki hávaðann.

Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni var húsvörður fenginn til að skrúfa niður í verki Þórarins. Inngrip lögreglunnar byggðist á lögreglusamþykkt Reykjavíkur þess efnis að ekki megi raska næturró fólks.

Til stendur að leika upptökuna fimm sinnum á dag í viku eina mínútu í senn.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert