Vel tekið á móti dönskum gestum

Gestirnir koma að Áslandsskóla í dag.
Gestirnir koma að Áslandsskóla í dag. mbl.is/Kristinn

Vel var tekið á móti þeim Friðriki krónprins Dana og Mary prinsessu þegar þau komu í heimsókn til Áslandsskóla í Hafnarfirði nú eftir hádegi en þar verða krónprinshjónin m.a. frædd um það hvernig dönskukennsla fer fram.

Börnin veifuðu dönskum og íslenskum fánum þegar Friðrik og Mary komu í skólann í fylgd íslensku forsetahjónanna.

Dönsku gestirnir munu síðar í dag skoða handrit í Árnasafni,  kynna sér íslenska jöklafræði og jarðvísindi í Háskóla Íslands og skoða Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Í kvöld sitja þau Friðrik og Mary kvöldverð forsetahjónanna á Bessastöðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert