Berst gegn Bitruvirkjun

Lára Hanna Einarsdóttir
Lára Hanna Einarsdóttir mbl.is/Valdís Thor

Lára Hanna Einarsdóttir hefur staðið fyrir baráttu gegn áformum um Bitruvirkjun, allt að 135 MW jarðgufuvirkjun, sem fyrirhugað er að reisa við Ölkelduháls, við Reykjadal ofan Hveragerðis, og á að framleiða rafmagn fyrir álver í Helguvík.

„Það er ekkert auðvelt fyrir mig að standa í þessu. Ég er svo athyglifælin. En svo má deigt járn brýna, að bíti um síðir,“ segir hún í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins.

Lára Hanna vill að sveitarfélagið Ölfus auglýsi aftur breytingar á aðalskipulagi vegna hinnar fyrirhuguðu virkjunar en frestur til athugasemda rennur út 13. maí.

Lára gagnrýnir harðlega lögin um umhverfismat frá 2006 vegna þess að þau geri ráð fyrir að framkvæmdaraðilinn sjálfur, í þessu tilfelli Orkuveita Reykjavíkur, sjái um mat á umhverfisáhrifum og til þess sé „fenginn „óháður fagaðili“, VSÓ-Ráðgjöf, sem gæti átt svo mikið undir því að af framkvæmdinni verði, að hann geti ekki verið á móti henni“. Hún heldur áfram: „Skipulagsstofnun gerir ekkert annað en að sortera athugasemdirnar og sendir þær svo til Orkuveitunnar sem fer í gegnum þær og úrskurðar sjálf í málinu. Halló! Heyrir enginn í mér? Það er einfaldlega ekki hægt að ætlast til þess að menn séu hlutlausir í svona ferli. Sá sem ætlar að reisa virkjunina og sá sem ég tel víst að fái  bita af kökunni, þessir aðilar fara með úrskurðarvaldið!“

Hún vill að þessir gallar á lögunum verði lagfærðir þannig að óháðir aðilar, t.d. háskólarnir, annist þessi  störf og Skipulagsstofnun fái úrskurðarvaldið að nýju.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert