Víða skemmdir í Hveragerði, Þorlákshöfn og á Selfossi

Vörur hrundu úr hillum í verslun Bónus á Selfosso.
Vörur hrundu úr hillum í verslun Bónus á Selfosso. mbl.is/Golli

Talsverðar skemmdir urðu, einkum á innanstokksmunum, þegar jarðskjálftinn reið yfir milli Selfoss og Hveragerðis í dag. Að sögn Guðmundar Karls Sigurdórssonar, ritstjóra Sunnlenska fréttablaðsins, sem er á ferð á skjálftasvæðinu, virðist mesta tjónið hafa orðið í Hveragerði. 

Einhverjar skemmdir urðu á ráðhúsi Selfoss og einnig á sjúkrahúsinu og hefur það verið rýmt að hluta. Búið er að opna Ölfusárbrú að nýju fyrir umferð en vegaskemmdir hafa orðið á Suðurlandsvegi undir Ingólfsfjalli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert