Hvítabjörninn á Stokkseyri?

Ísbjörninn á Hrauni
Ísbjörninn á Hrauni Ragnar Axelsson

Álfa-, trölla- og norðurljósasafnið á Stokkseyri mun í dag óska formlega eftir því við yfirvöld að fá að stoppa upp hvítabjörninn sem felldur var í gær. Björninn er eign Náttúrufræðistofnunar Íslands.

„Við teljum að björninn eigi best heima í þessu vetrarríki sem ríkir hér hjá okkur á Norðurljósasafninu,“ segir Reynir Már Sigurvinsson, framkvæmdastjóri Töfragarðsins og Álfa-, trölla- og norðurljósasafnsins á Stokkseyri. „Við viljum hafa hann uppstoppaðan inni í frystiklefanum þar sem við geymum einnig brot úr Grænlandsjökli og ísjaka úr Vatnajökli. Við teljum að þar eigi hann best heima úr því sem komið er enda eru bæði jöklar og ísbirnir í útrýmingarhættu,“ segir Reynir.

Að mati Reynis ætti að íhuga aðrar leiðir til að fanga hvítabirni. „Við teljum athugandi hvort ekki sé hægt að nota gildru sem við höfum aðgang að hér á safninu. Þannig mætti freista þess að lokka hvítabjörninn inn í 14 fermetra járnbúr með því að beita fyrir hann agni.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert