Benedikt Lafleur reynir við Ermarsund á ný

Benedikt Lafleur
Benedikt Lafleur mbl.is/Jón Svavarsson

Sundkappinn Benedikt S. Lafleur, reynir í nótt við sund yfir Ermarsund í nótt en hann hyggst leggja af stað frá Shakespeare strönd Englandsmegin klukkan 3:00. Þetta er önnur tilraun Benedikts og í þriðja skipti sem hann heldur til Dover til að reyna við Ermarsundið, en í fyrsta skiptið fékk hann ekki að spreyta sig vegna slæms veðurs. Mun Benedikt synda í átt að Calais í Frakklandi á morgun.

Segir í tilkynningu frá Benedikt að veðurhorfur séu prýðilegar næstu tvo daga og af þeim sökum halda sundmenn og áhöfn bjartsýnir í förina. Lagt verður af stað í myrkri en vonandi kemst sundmaður á áfangastað í birtu. Áætlaður tími er allt frá 16 klst. upp í einn sólarhring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert