Myndin blekkti

„Myndin blekkir svolítið. Við mynduðum mann á nákvæmlega sama stað og skeyttum saman myndum. Svo það sést að þetta er ekkert óvenjulega stór skepna á myndinni,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Sauðárkróki, um myndina sem ferðamenn tóku af meintu bjarndýri við Bjarnafell á Skaga. „Við vitum í rauninni ekki fyrir víst hvað er á myndinni. Það eru engin önnur spor þarna en eftir kindur,“ segir Stefán.

Hann segir að lögreglan hafi getað staðsett nákvæmlega hvar dýrið átti að vera. Þar hafi jarðvegurinn verið mjög blautur og engin ummerki um bjarndýr fundist en þar hafi hins vegar verið spor eftir kindur. Einnig fundust sporin eftir ferðamennina sem töldu sig hafa séð bjarndýrið. Uppi á „háfellinu“ var snjór og þar voru heldur engin spor. Mikil leit var gerð úr lofti í fyrrakvöld að dýrinu. Stefán segir að þegar þær upplýsingar sem að framan greinir hafi legið fyrir hafi leit verið hætt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert