Vilja hvítabjörn á Hafíssetrið

Hvítabjörninn að Hrauni á Skaga.
Hvítabjörninn að Hrauni á Skaga. mbl.is/RAX

Byggðaráð Skagafjarðar mælist til þess við umhverfisráðherra að Hafíssetrinu á Blönduósi verði falin varðveisla á hvítabirninum sem felldur var við Hraun á Skaga. Þetta kemur fram í fundargerð ráðsins frá 19. júní síðastliðnum.

Í fundargerðinni segir jafnframt að í Hafíssetrinu sé rekin öflug starfsemi og vel við hæfi að hvítabjörninn verði þar til sýnis. Að auki þakkar byggðarráð lögreglu og öðrum sem tryggðu öryggi fólks á svæðinu. Heimilisfólkinu á Hrauni er einnig þakkaður þeirra styrkur og þáttur í málinu öllu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert