Tugþúsundir í ferðahug

Frá tjaldstæðinu í Stykkishólmi.
Frá tjaldstæðinu í Stykkishólmi. mbl.is/Gunnlaugur Árnason

Búist er við að tugir þúsunda leggi leið sína út úr höfuðborginni í dag. Fyrsta helgin í júlí er ein mesta ferðahelgi ársins og víða er spáð hlýju veðri. Sömu helgi í fyrra óku um 50.000 bílar um Vesturlandsveg og 10.000 yfir Hellisheiði. Í fyrra mynduðust miklar umferðarteppur á álagstímum um helgar, en leitast er við að fyrirbyggja slíkt nú.

Löggæsla á vegum úti verður efld um helgina. Umferð á Suðurlandi verður vafalaust þung og lögreglan á Selfossi verður með fleiri lögregluþjóna á vakt en vant er. Þá mun jafnframt fara fram eftirlit með umferðinni úr lofti.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, segir helgina leggjast vel í sig og vonar að fólk muni að hraðatakmarkanir eru öllum til gagns.

Foreldrar fylgist með „sms-hátíð“

Heyrst hefur að svonefnd sms-hátíð hafi verið skipulögð á Árborgarsvæðinu. Ungmenni taka sig þá saman og skipuleggja með sms-skilaboðum eigin skemmtun utan skipulagðra tjaldstæða. Ólafur hvetur því foreldra til að vera vakandi yfir ferðum barna sinna og sýna ábyrgð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert