Útlit fyrir metsprettu

Útlit er fyrir metberjasprettu víða um land í sumar. Berin eru óvenjusnemma á ferðinni í ár og er talið að hlýindin í maí hafi mikið um það að segja. Undanfarin ár hefur sprettan verið mjög góð og var sumarið í fyrra með eindæmum. Áður fyrr hóftst berjatímabilið ekki fyrr en í lok ágúst en nú er svo komið að víða hefst það snemma í mánuðinum.

„Ég var nú að koma úr Borgarfirði og fyrir viku höfðu menn verið að tína upp í sig krækiber og þóttu góð,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir. Að hans sögn er aðalbláberjalyng komið óhemjulangt áleiðis víða á Norðurlandi. Berin eru nú þegar tekin að blána og menn orðnir varir við bláleitt fugladrit á bílum sínum.

Næturfrost septembermánaðar bindur alla jafna enda á berjatímabilið en með því að berjasprettan hefst fyrr í ár en í venjulegt er lengist tímabilið. „Það stefnir í langt berjatímabil sem verður sennilega hálfum mánuði á undan meðalári og sprettan með mesta móti,“ segir Sveinn Rúnar. Hann reiknar með að hægt verði að fara í berjamó strax í byrjun ágúst víða um land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert