Stöðvuðu vinnu í Helguvík

Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland á Austurvelli í fyrrasumar.
Frá mótmælaaðgerðum Saving Iceland á Austurvelli í fyrrasumar. Friðrik Tryggvason

Fjörutíu einstaklingar frá meira en tíu löndum, stöðvuðu vinnu á fyrirhugaðri álverslóð Norðuráls/Century Aluminium í Helguvík snemma í morgun. 

Í tilkynningu frá Saving Iceland, alþjóðlegum hópi umhverfisverndarsinna, segir að hluti hópsins hafi læst sig við vinnuvélar og aðrir klifruðu krana. 

Aðgerðinni sé ætlað að vekja athygli á eyðileggingu jarðhitasvæða á suð-vestur horni landsins og mannréttinda- og umhverfisbrotum Century í Afríku og á Jamaíka, að því er fram kemur í tilkynningu.

Frá búðum samtaka Saving Iceland á Hellisheiði.
Frá búðum samtaka Saving Iceland á Hellisheiði. Friðrik Tryggvason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert