Gullfoss seldur í flöskum

Gullfossi tappað á flöskur.
Gullfossi tappað á flöskur.

Nýr bjór kemur á markað á morgun og heitir hann Gullfoss. Bjórinn er framleiddur í Bruggsmiðjunni á Árskógssandi fyrir Ölgerð Reykjavíkur. Bjórinn Geysir er í undirbúningi ásamt fleiri tegundum.

Það eru bræðurnir Helgi og Heimir Hermannssynir sem standa fyrir Ölgerð Reykjavíkur, eða ÖRVK.

Undirbúningur framleiðslunnar hefur staðið yfir í ár og var upphaflega ætlunin að ölgerðin byggði sína eigin bjórverksmiðju. Sökum breytts efnahagsástands varð ekkert úr því en samið var í staðinn við Bruggsmiðjuna á Árskógssandi sem framleiðir bjórinn Kalda.

Helgi segir í tilkynningu að eftir miklar samningaviðræður hafi Daninn Anders Kissmeyer samþykkt að verða bruggmeistari ÖRVK og bjó hann til uppskriftina að Gullfossi. Anders var gæðastjóri Carlsberg í Danmörku í um 20 ár og stofnaði síðan brugghúsið Noerrebru Bryghus í Kaupmannahöfn. Hann hefur einnig verið dómari í heimsmeistarakeppni bjórtegunda.

Þá segir að bjórinn Gullfoss sé lager bjór og passi með flestum mat, sérstaklega með fiski, kjúklingi og grænmetisréttum.

ÖRVK undirbýr nú framleiðslu fleiri bjóra, til dæmis á Geysi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert