Snæfellsjökull hopar

Á myndinni sést Malarrifsviti með Snæfellsjökul eða Snæfellsskafl í baksýn.
Á myndinni sést Malarrifsviti með Snæfellsjökul eða Snæfellsskafl í baksýn. mynd/Gunnar Örn Arnarson

Mikið hefur verið fjallað um áhrif hækkandi hitastigs á bráðnun jökla og ljóst er að Snæfellsjökull hefur látið mikið á sjá að undanförnu. Ljósmyndari sem var á ferð við jökulinn á föstudag segir hann minna meira á snjóskafl í dag heldur en jökul.

Í síðustu viku var kynnt skýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar á Íslandi, en þar kom m.a. fram að allir jöklar landsins hafi hopað frá árinu 1995 og muni hopa ört alla 21. öldina.

Fyrir rúmri viku síðan varaði landvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli við ferðum upp á jökulinn, sem er orðinn mjög sprunginn og blautur svo hætta getur stafað af. Ástæðuna má líklega rekja til mikilla sumarhita en talsverð sólbráð hefur verið undanfarið og því opnast sprungur á jöklinum sem gera hann erfiðan yfirferðar. Fyrirtækið Snjófell hefur hætt við frekari skipulagðar vélsleðaferðir á jökulinn í sumar af þessum sökum.

Í frægri sögu rithöfundarins Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls, er jökullinn sagður geyma innganginn að miðju jarðar. Haldi jökullinn áfram að hopa má eflaust gera ráð fyrir að inngangurinn muni brátt koma í ljós.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert