Starfshópur lýkur gerð siðareglna fyrir borgarfulltrúa

Borgarráð hefur að tillögu borgarstjóra ákveðið að skipa fimm manna starfshóp til að ljúka gerð siðareglna fyrir kjörna fulltrúa Reykjavíkurborgar. Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi borgarráðs í morgun.

Samstaða hefur ríkt um mikilvægi siðareglna fyrir kjörna fulltrúa á vettvangi borgarstjórnar á kjörtímabilinu. Skemmst er að minnast þess að stjórnkerfisnefnd Reykjavíkurborgar var falið að hafa umsjón með staðfestingu siðareglna og  taka afstöðu til hugmynda um siðanefnd vorið 2007.

Í kjölfar skoðunar var ákveðið að skipa ritstjórn um starfs- og siðareglur síðastliðið haust. Sú nefnd náði ekki að ljúka vinnu sinni. Hins vegar liggja fyrir ýmis undirbúningsgögn og drög að siðareglum.  

Lögð er áhersla á að vinnan starfshópsins taki mið af fyrirliggjandi gögnum og samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Siðfræðistofnun Íslands og fleiri aðila.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert