Steingrímur talaði lengst

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Haustþingi lauk í gær og þar með lauk 135. löggjafarþingi þjóðarinnar, sem staðið hefur frá 1. október í fyrra. Þingfundir voru 123 og stóðu í 606 klukkustundir alls.

Ókrýndur ræðukóngur 135. löggjafarþingsins var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Hann kom 413 sinnum í pontu og flutti ræður eða gerði athugasemdir. Steingrímur talaði alls í 1970 mínútur, eða í tæpar 33 klst.

Þingmenn Vinstri grænna eru duglegastir að tala í þinginu.

Herdís Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, talaði minnst allra þingmanna. Hún kom 12 sinnum í ræðustól og talaði í 28 mínútur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert