Lög um Seðlabankann verði endurskoðuð

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á stjórnvöld að láta nú þegar fara fram endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands og þar verði fleiri þættir en verðbólgumarkmið  látnir ráða við stjórn peningamála, svo sem jafnvægi í viðskiptum við útlönd.

Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva fór fram í dag. Þar var ítrekuð sú skoðun að Seðlabankinn lækki verulega stýrivexti sem allra fyrst. „Barátta bankans við þensluna undanfarin ár með háum stýrivöxtum hefur litlu skilað, en bitnaði mjög illa  á útflutningsgreinum, þar sem þessir háu stýrivextir héldu uppi of  háu gengi krónunnar um langan tíma,“ segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert