Flestir slasast í heima- og frítímaslysum

Yfirlit landlæknisembættisins yfir slys árið 2007.
Yfirlit landlæknisembættisins yfir slys árið 2007.

Heildarfjöldi skráðra slysa í Slysaskrá Íslands árið 2007 var tæp 39.000, sem er talsvert meira en árið 2006. Munaði þar mest um skráningu embættis ríkislögreglustjóra sem hóf skráningu að fullu í byrjun árs 2007. Umferðarslys eða heima- og frítímaslys flest, eða um 64% allra slysa.

Í Talnabrunni, sem er fréttablað landlæknis um heilbrigðistölfræði, er tekið fram að þar sem skráningaraðilum fjölgi stöðugt beri að varast beinan samanburð á tölfræði milli ára. 

Umferðarslys á síðasta ári voru 12.481 talsins og heima- og frítímaslys voru 12.261 talsins. Þess ber að geta að meðtalin eru atvik þar sem ekki urðu slys á fólki heldur einvörðungu eignatjón.

Þegar aðeins er litið til fjölda slasaðra einstaklinga má sjá að flestir slasast í heima- og frítímaslysum (12.228) og næstflestir í vinnuslysum (7.283). Í báðum tilvikum eru fleiri slasaðir karlar en konur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert