Áfengisgjald hækki um 11,5%

Reiknað ef með því í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, að áfengisgjald og tóbaksgjald verði hækkuð um 11,5% í ársbyrjun 2009. Er gert ráð fyrir lítilsháttar magnsamdrætti í sölu þessara vörutegunda á næsta ári.

Áætlað er að áfengisgjald skili 8,9 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári og tóbaksgjald 4,3 milljörðum króna. 

Gert er ráð fyrir að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins greiði 210 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á næsta ári. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert