Afborgunin fór úr 107 í 198 þúsund á mánuði

Þrátt fyrir allt vill Elísabet Iðunn Einarsdóttir, fimm barna móðir …
Þrátt fyrir allt vill Elísabet Iðunn Einarsdóttir, fimm barna móðir í Mosfellsbænum, hvergi annars staðar vera en á Íslandi. mbl.is/Golli

Íslensk sjö manna fjölskylda, sem flutti frá Lúxemborg til Íslands vorið 2007, býr nú við þrengri kost eftir að mánaðarleg afborgun af húsnæðisláni var komin í 198 þúsund krónur. Í upphafi var afborgunin 107 þúsund krónur.

Elísabet Iðunn Einarsdóttir húsmóðir segist þrátt fyrir kreppuástandið vera fegin að vera komin aftur heim til Íslands.

Hún segir, að fjölskyldan hafi  búið í 17 ár í Lúxemborg en ákveðið að flytja heim vegna barnanna, vildu ekki að þau yrðu útlendingar.

„Við keyptum raðhús á 35 milljónir króna og tókum 10 milljón króna lán í evrum, sem þá voru 100 þúsund evrur. Okkur fannst þetta eðlilegt því við höfðum þá um tíma tekjur í evrum og slík lán eru ekki verðtryggð og borgast því tiltölulega fljótt niður ef allt er eðlilegt með gengið. Við vissum að það gætu orðið gengissveiflur en þetta leit eigi að síður mjög vel út. En það hefur nú breyst. Ég er heimavinnandi húsmóðir og maðurinn minn því eina fyrirvinnan, slíkt þykir eðlilegt í Lúxemborg, og svo er ég nýlega búin að eignast telpu þannig að ég hef ekki haft tækifæri til að fara út á vinnumarkaðinn hér þótt ég vildi. Af láninu sem við tókum, 10 milljón krónunum íslensku sem við borguðum í upphafi um 107 þúsund krónur á mánuði af, þurftum við að borga 198 þúsund krónur um síðustu mánaðamót. Þetta er gífurleg breyting fyrir sjö manna fjölskyldu, það þrengir augljóslega mjög að lífskjörum okkar. Það munar raunar um hverja krónu þegar fyrirvinnan er ein.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert