Vinarkveðja frá Færeyjum

Frá Skúfey í Færeyjum.
Frá Skúfey í Færeyjum. Helgi Bjarnason

Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, hefur sent Geir H. Haarde forsætisráðherra bréf þar sem hann lætur í ljós samhug með Íslendingum vegna bankakreppunnar.

„Í Færeyjum fylgjumst við vel með því sem er að gerast á Íslandi. Sem þjóð eruð þið nákomin okkur. Við gleðjumst með ykkur þegar vel gengur og samhryggjumst ykkur þegar illa gengur,“ segir í bréfinu.

Þess megnug að leysa vandann

Johannesen kveðst harma hversu hart alþjóðlega fjármálakreppan hefur leikið Íslendinga. „Þið hafið áður sýnt að þið getið sigrast á erfiðleikum sem þjóðin hefur orðið fyrir. Við vitum að það býr mikill styrkur í fólkinu og erum sannfærð um að þið eruð þess megnug að leysa vandann. Ég vil að þið vitið að við erum alltaf tilbúin til að rétta ykkur vinarhönd. Landstjórn Færeyja sendir íslensku þjóðinni bestu óskir um bjartari tíð.“

Kaj Leo Johannesen er leiðtogi Sambandsflokksins og varð lögmaður Færeyja í liðnum mánuði þegar hann tók við af Jóannesi Eidesgaard, leiðtoga Jafnaðarflokksins. Johannesen er 44 ára gamall og hefur setið á færeyska lögþinginu frá árinu 2001.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert