Ekki kveðið á um ábyrgð ríkisins

Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræðir við blaðamenn.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra ræðir við blaðamenn. mbl.is/ Kjartan Þorbjörnsson

„Tilskipunin, sem lögin um Tryggingasjóð byggist á, kveður ekki á um ábyrgð ríkisins, ef hún er framkvæmd réttilega,“ segir Stefán Már Stefánsson prófessor.

Á hádegisverðarfundi Orators í gær flutti Stefán Már Stefánsson erindi um neyðarlögin og EES-samninginn, skyldu ríkisins vegna EES-samningsins og þar á meðal skyldu ríkisins til efnda á inneignum bankanna erlendis.

Í umræðum kom fram að svo virtist sem tilskipunin væri þungamiðjan í málinu, þótt hún hefði ekki verið mikið í umræðunni.

Stefán Már sagði að tilskipunin skipti mjög miklu máli, því ef hún hefði ekki verið lögleidd eða framkvæmd réttilega gæti ríkið borið skaðabótaábyrgð.

Í lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta (lög 98/1999) segir m.a.: „Nú hrökkva eignir viðkomandi deildar sjóðsins ekki til þess að greiða heildarfjárhæð tryggðra innstæðna, verðbréfa og reiðufjár í hlutaðeigandi aðildarfyrirtækjum og skal þá greiðslu úr hvorri deild skipt þannig milli kröfuhafa að krafa hvers þeirra allt að 1,7 millj. kr. er bætt að fullu en allt sem umfram er þessa fjárhæð skal bætt hlutfallslega jafnt eftir því sem eignir hvorrar deildar hrökkva til. Fjárhæð þessi er bundin við gengi evru (EUR) miðað við kaupgengi hennar 5. janúar 1999. Sjóðurinn verður ekki síðar krafinn um frekari greiðslu þótt tjón kröfuhafa hafi ekki verið bætt að fullu. Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert